KA endaði í þriðja sæti í MIKASA- deild kvenna

HK sigraði KA, 3:1, er liðin mættust í KA- heimilinu í lokaumferð MIKASA- deildar kvenna í blaki í gær. HK vann fyrstu hrinuna 25:23, KA þá næstu 25:20, en gestirnir höfðu betur í síðustu tveimur hrinunum, 25:21 og 25:19.

HK endar því með 22 stig í efsta sæti deildarinnar, en KA hafnaði í þriðja sæti með 16 stig og fengu bronsverðlaun afhent að leikslokum.

Nýjast