KA deildarmeistari karla í blaki

KA tryggði sér í gærkvöld sigur í deildarkeppni karla í blaki með 3:0 sigri á Þrótti R í KHÍ íþróttahúsinu. KA vann allar hrinurnar í leiknum, 25:18, 25:14 og 25:18 og þar með leikinn 3:0. Deildarsigur KA var langþráður en þetta var í fyrsta skiptið í 17 ár sem norðanmenn vinna titilinn.

Piotr Kempisty var stigahæstur í liði KA með 22 stig og Hilmar Sigurjónsson kom næst honum með 9 stig. KA- menn fengu bikarinn afhentan að leik loknum og hafa 18 stig á toppi deildarinnar. Síðasti leikur KA í deildinni er gegn Stjörnunni í Mýrinni í dag en leikurinn hófst kl. 16.00.

Nýjast