KA lenti ekki í teljandi vandræðum með granna sína í Magna og sigraði 7-0 er liðin áttust við í Boganum í gærkvöld í fyrstu umferð bikarkeppni KSÍ í karlaflokki. Brian Gilmour og Þórður Arnar Þórðarson skoruðu tvö mörk hvor og þeir Bjarki Baldvinsson, David Disztl og Guðmundur Óli Steingrímsson sitt markið hver. Þá komst Dalvík/Reynir áfram í aðra umferð eftir 2-0 sigur gegn Tindastól en sá leikur fór einnig fram í Boganum. Bessi Víðisson og Ottó Hólm Reynisson skoruðu mörk Dalvíkur/Reynis.
Þá urðu athyglisverð úrslit í leik Hauka og Snæfells þar sem Haukar unnu 31-0. Leikur Þórs og KF sem átti að fara fram í gærkvöld var frestað vegna vallarskilyrða og fer fram þann 22. maí.