KA bikarmeistari í blaki í karlaflokki

KA tryggði sér sigur í Bridgestonebikarnum í karlaflokki í blaki í dag með sigri gegn Stjörnunni, 3:2, í úrslitaleiknum í Laugardagshöllinni. Stjarnan byrjaði þó leikinn betur og vann fyrstu hrinuna. KA jafnaði metin í 1:1 en Stjarnan tók aftur forystuna í þriðju hrinu og staðan 2:1. KA jafnaði metin í 2:2 í fjórðu hrinu og vann oddahrinuna örugglega, 15:3, og þar með leikinn 3:2. 

Þetta er annar titill KA á stuttum tíma en sl. helgi vann liðið deildarbikarinn og á því möguleika á að vinna þrefalt í ár.

Það gekk ekki eins vel hjá kvennaliði KA sem mætti HK í úrslitaleiknum í kvennaflokki sem fór fram fyrr í dag. HK vann sannfærandi 3:1 sigur og var einu númeri of stórt fyrir KA að þessu sinni.

Nýjast