KA á topp MIKASA- deildarinnar

Karlalið KA tyllti sér á topp MIKASA- deildarinnar er liðið sigraði HK í Digranesi í gær, 3:1, á Íslandsmótinu í blaki. KA vann fyrstu tvær hrinurnar, 25:18 og 25:21 en HK vann þá þriðju 25:20. KA hafði svo betur í fjórðu hrinu, 26:24, og verður á toppi deildarinnar yfir hátíðarnar með 10 stig. Í kvennaflokki mátti KA hins vegar sætta sig við tvö töp um helgina gegn Fylki og HK en báðir leikirnir töpuðust 3:0. KA er því í 3. sæti MIKASA- deildar kvenna með átta stig.

Nýjast