28. febrúar, 2007 - 16:04
Fréttir
Fyrr í dag var hlutafélagið ORKEY stofnað, sem hefur það að markmiði að skoða leiðir og hagkvæmni þess að framleiða jurtaolíu úr kanadísku kanólafræi, mögulega í Krossanesverksmiðjunni á Akureyri. Um er að ræða vistvænan orkugjafa sem má brenna í stað svartolíu í íslenskum fiskiskipum. Stofnaðilar fyrirtækisins eru Akureyrarhöfn, LÍÚ, Samherji, Brim, Ísfélag Vestmannaeyja, HB Grandi, Arngrímur Jóhannsson og Norðurorka. Áætlað er að forathugun verkefnisins taki um sex mánuði og að þá verði tekin ákvörðun um eiginlega framleiðslu. Ísfélag Vestmannaeyja á Krossanesverksmiðjuna en fyrirtækið hefur hætt rekstri fiskimjölsverksmiðjunnar. Horft er til þess að nýta verksmiðjuna, búnaðinn sem þar er og hafnarmannvirkin. Nánar er fjallað um málið í Vikudegi á morgun.