Júníus og Jónas Sig á Græna hattinum

Júníus Meyvant heldur tónleika á Græna hattinum á föstudaginn.
Júníus Meyvant heldur tónleika á Græna hattinum á föstudaginn.

Júníus Meyvant heldur tónleika ásamt hljómsveit sinni á Græna hattinum í kvöld, föstudagskvöldið 22. nóvember. Óhætt er að segja að Júníus leggi ekki land undir fót á hverjum degi en fjögur ár eru liðin síðan hann spilaði síðast á Akureyri.

Það sem af er ári hefur Júníus verið á tónleikaferðalögum um Evrópu og Bandaríkin en í janúar sendi hann frá sér sína aðra breiðskífu og nú 9. ágúst s.l. kom út ný þröngskífa sem ber titilinn „Rearview Paradise.“ Júníus sér um söng og gítar en auk hans er í hljómsveitinni Kristofer Rodriguez Svönuson trommur, Tómas Jónsson orgel, Örn Eldjárn bassi, ásamt blásarasveit. Tónleikarnir hefjast kl. 22.00.

Jónas Sig kemur fram ásamt hljómsveit laugardagskvöldið 23. nóvember. Þar munu Jónas og hljómsveit flytja lög af plötunum hans en sú fjórða, Milda hjartað, kom út fyrir ári síðan og hefur notið mikilla vinsælda. Mörg lög hafa ratað hátt á vinsældalistum landsins. Auk þess hlaut platan fjórar tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna þegar þau voru veitt fyrr á þessu ári. Tónleikarnir hefjast kl. 22.00.


Athugasemdir

Nýjast