Júdómót á Akureyri eftir 5 ára hlé

Júdóiðkenndur Draupnis. Mynd: draupnirsport.is
Júdóiðkenndur Draupnis. Mynd: draupnirsport.is

Á morgun, laugardag fer fram vormót Júdósambands Íslands (JSÍ) eldri á Akureyri í íþróttahúsi Naustaskóla. Búist er við góðum hópi keppenda á mótinu og ætti því enginn áhugamaður um júdó að láta mótið fram hjá sér fara.

„Við erum loksins aftur að halda júdómót hér á Akureyri eftir 5 ára hlé“, segir Edda Ósk Tómasdóttir meðstjórnandi í íþróttafélaginu Draupni á Akureyri.  „Á mótið munu mæta bæði landsliðsmenn og konur svo þetta verður gífurlega öflugt mót. Von er á um 40 keppendum,“ segir hún og vonast tilað sem flestir sjái sér fært um að mæta og fylgjast með mótinu en aðgangur er ókeypis.

Keppni hefst kl. 11:30 og er áætlað að henni ljúki um kl. 15:00. Skipting hópa verður með eftirfarandi hætti:

  • 11:30-13:30 Konur í -63 og -70, karlar í -60, -66 og -73 kg.
  • 13:30-15:00 Karlar í -81, -90 og -100 kg.

 


Nýjast