Afmörkuð hefur verið landspilda, Háls II, um 3,4 hektarar að stærð. Á henni stendur einlyft íbúðarhús um 122 fm. að stærð. Til greina kemur að leigja spilduna með Hálsi I eða sérstaklega. Jörðin er ekki leigð til ábúðar í skilningi ábúðarlaga hverju sinni. Ábúð merkir í núgildandi lögum nr. 80/2004 afnotarétt af jörð eða jarðahluta til búrekstrar eða annars atvinnurekstrar á sviði landbúnaðar með réttindum og skyldum samkvæmt lögunum.
Hálskirkja stendur á jörðinni auk þess sem þar er Hálskirkjugarður. Almenningur nýtur umferðarréttar að kirkju og garði auk þess sem sérstök ákvæði eru í löggjöf um kirkjugarða um friðhelgi þeirra. Til greina kemur að leigugreiðslur fari að hluta á einhvern hátt fram með vinnuframlagi við endurbætur á jörð og húsakosti og öðrum mannvirkjum, þ.m.t. girðingum allt eftir nánara samkomulagi, segir m.a. á vef Biskupsstofu, þar sem einnig er að finna frekari upplýsingar.