Jónatan Þór úr leik í bili

Jónatan Þór Magnússon, fyrirliði Akureyri Handboltafélags, sneri sig á ökkla á æfingu liðsins í gær og verður ekki með Akureyri þegar liðið sækir Val heim í kvöld í fyrstu umferð N1- deildar karla í handbolta.

Meiðsli Jónatans er mikil blóðtaka fyrir Akureyri þar sem hann er mikill leiðtogi innan vallar sem utan hjá félaginu. Ekki er ljóst á þessari stundu hvað Jónatan verður lengi frá vegna meiðslanna.

Leikur Vals og Akureyrar hefst kl. 18:30 og er sýndur beint á sporttv.is.

Nýjast