Jónatan Þór Magnússon, fyrirliði Akureyrar Handboltafélags, hefur ákveðið að söðla um og ganga til liðs við 3. deildarliðið Kristiansund í Noregi eftir að núverandi tímabili lýkur í N1- deildinni. Jónatan gerði þriggja ára samning við norska félagið og heldur utan um miðjan júní. Að sögn Jónatans er mikil uppbygging í gangi hjá félaginu.
Gunnar Magnússon, núverandi þjálfari HK, hefur verið ráðinn þjálfari liðsins og ætlar félagið að fá til sín sterka leikmenn. Liðið stefnir hátt og er markmiðið að komast í efstu deild í Noregi á þremur árum.