Jónatan Þór í úrvalslið fyrstu 7. umferðanna

Úrvalslið N1- deildar karla í handbolta fyrir fyrstu 7. umferðir Íslandsmótsins var tilkynnt í hádeginu í dag. Akureyri Handboltafélag á einn leikmann í liðinu en Jónatan Þór Magnússon þótti hafa staðið sig best í stöðu miðjumanns. Þá þótti Akureyri Handboltafélag hafa yfir að ráða bestu umgjörðinni á leikjunum N1- deildinni. 

Úrvalslið karla er skipað eftirtöldum leikmönnum:

Besti markvörður: Hlynur Morthens, Val
Línumaður: Atli Ævar Ingólfsson, HK
Vinstra horn: Freyr Brynjarsson, Haukum
Hægra horn: Arnór Þór Gunnarsson, Val
Vinstri skytta: Sigurbergur Sveinsson, Haukum
Hægri skytta: Ólafur Guðmundsson, FH
Miðjumaður: Jónatan Þór Magnússon, Akureyri

Besti leikmaður: Ólafur Guðmundsson, FH

Þjálfari: Aron Kristjánsson, Haukum

Dómarar: Gísli H. Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson

Besta umgjörð: Akureyri Handboltafélag

Nýjast