Jónatan ekki með Akureyri

Jónatan Magnússon handknattleiksmaður mun að öllu óbreyttu ekki leika með liði Akureyrar í vetur eins og vonast var til. Hann losnar ekki undan samningi við franska liðið St. Raphael fyrr en næsta sumar. Jónatan gerði tveggja ára samning við franska liðið sl. sumar en vonaðist til þess að geta losnað undan þeim samningi nú um áramótin. Af því varð hins vegar ekki og mun Jónatan einbeita sér að þjálfun kvennaliðs Akureyrar en hann tók við liðinu um áramót. Þá hefur hann átt við erfið meiðsli að stríða og því óvíst með framhaldið hjá honum inni á vellinum.

Nýjast