Jónasarsetur opið í júlí
Að Hrauni í Öxnadal er starfrækt Jónasarsetur til minningar um Jónas Hallgrímsson, skáld og náttúrufræðing. Þar hefur
verið komið upp sýningu sem rekur æviferil hans og störf. Á sýningunni er brugðið upp myndum af honum sem lifandi skáldi, „fyrsta
nútímaskáldi Íslendinga" sem „fann fegurð íslenskrar náttúru".
Fleiri sönglög hafa verið gerð við ljóð Jónasar en nokkurs annars íslensks skálds. Gerð er grein fyrir nýyrðasmíð Jónasar og myndlíkingum í ljóðum hans og sýndar teikningar hans og myndskreytingar. Jónasarsetur verður opið um helgar í júlímánuði milli kl. 14-16.