Önnur og þriðja umferð Íslandsmótsins í torfæru fór fram á Hellu um liðna helgi. Jón Örn Ingileifsson (BA) sigraði á Kórdrengnum í flokki sérútbúinna bíla. Í flokki götubíla var það Haukur Þorvaldsson (BA) sem sigraði á Silverpower. Jón Örn og Haukur eru efstir í sínum flokki á Íslandsmótinu með 30 stig hvor.
Þá fengu þeir Steingrímur Bjarnason og Jóhann Rúnarsson tilþrifaverðlaun mótsins, en báðir eru þeir frá Bílaklúbbi Akureyrar. Næsta keppni á Íslandsmótinu fer fram á Egilstöðum 3. júlí nk.