Jólin og pólitíkin
Mér er hugleikin stjórnmálaumræða sem oft á tíðum birtist ansi neikvæð á landinu okkar og langar að deila því að veruleikinn endurspeglar ekki að mínu mati ríkjandi samfélagsumræðu. Ég hef frá því í vor kennt mig við Samfylkinguna og starfað með henni hér á Akureyri. Hér störfum við saman í sátt og samlyndi og mín upplifun er að það sé góð samstaða milli flokka.
Öll höfum við það sameiginlega markmið að gera góðan bæ betri og eigum samræðu um hvernig við teljum hag bæjarbúa best borgið innan þess ramma sem okkur eru settir. Í mínum huga er mikilvægt að koma til skila hversu skemmtilegt, gefandi og lærdómsríkt er að starfa á vettvangi stjórnmála og starfið innan þeirra hlýtur að endurspeglast að hluta í því fólki sem býður sig fram hverju sinni.
Ég hvet fólk að hlusta á það jákvæða og hvetja til umræðu um mikilvægi þess að gott fólk bjóði sig fram í störf fyrir bæjarfélagið, sem að mestu er sjálfboðavinna unnin með góðum hug. Megi jólin verða íbúum Akureyrar og landsmönnum öllum friðsæl og árið 2015 verða okkur gæfusamt.
-Ólína Freysdóttir.