,,Jólin koma þegar klukkurnar hringja“

Sigrún Sigurpálsdóttir.
Sigrún Sigurpálsdóttir.

,,Jólin í sveitinni voru dásamleg, allt fór í hátíðlegan búning, líka þessir hversdagslegu hlutir eins og að fara í fjárhúsin,“ segir Sigrún Sigurpálsdóttir um jólin heima í sveitinni. Sigrún er 35 ára gömul, uppalin í Fnjóskadal, fjögurra barna móðir og starfar við samfélagsmiðla. Í dag býr Sigrún á Egilsstöðum ásamt sambýlismanni sínum og börnum. Faðir Sigrúnar vann hjá Skógrækt ríkisins og valdi hann alltaf fallegt jólatré fyrir fjölskylduna. ,,Það var alltaf mikil spenna þegar hann renndi í hlaðið með tréð á kerru og maður fékk að sjá gripinn. Þorláksmessukvöld fór í að skreyta tréð, maður dundaði sér oft að skreyta langt fram eftir kvöldi,“ segir Sigrún. Lifandi jólatré hafa verið stór partur af jólahátíðinni hjá Sigrúnu og fjölskyldunni.

Skráðu þig inn til að lesa

Fáðu þér áskrift til þess að halda áfram að lesa.

Verð frá 2.690 kr. á mánuði.

 


Athugasemdir

Nýjast