Jólaveðrið:

Frá Þorláksmessu að öðrum í jólum, lítur út fyrir að lægðir fari á milli Íslands og Grænlands og það verði sunnan- og suðvestanátt ríkjandi með vætu á sunnan- og vestanverðu landinu en yfirleitt þurru norðaustantil. Milt verður í veðri fram á jóladag og úrkoman verður í formi rigningar, en þá fer að kólna og búast má við skúrum eða éljum. Á Þorláksmessu lítur út fyrir hvassviðri fyrripart dagsins en síðar hægari vindi. Búast má við strekkings vindi frá aðfangadegi að öðrum í jólum.

Nýjast