Jólatrésskemmtun á Húsavík

Bæjarjólatréð á Húsavík er alltaf á sama stað, sem margir eru því farnir að kalla Jólatréstorgið.   …
Bæjarjólatréð á Húsavík er alltaf á sama stað, sem margir eru því farnir að kalla Jólatréstorgið. Mynd: JS

Ljós verða tendruð á bæjarjólatrénu á Húsavík á morgun, laugardag kl. 17.00.

Dagskrá verður með hefðbundnum hætti. Stúlkur í 3. flokki Völsungs í knattspyrnu munu sjá um söng ásamt músíkmanninum Guðna Bragasyni. Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings, mun ávarpa söfnuðinn og séra Sighvatur Karlsson flytja stutta hugvekju. Soroptimistakonur verða á staðnum með kakó og piparkökur. Og sterkar líkur eru á að sveinar ofan af fjöllum mæti á láglendið  og rífi upp stemmninguna.

Það eru ungmenni úr 3. flokki Völsungs í fótbolta sem sjá um hátíðina í ár. JS

Nýjast