Jólatónleikar Páls Óskars og Moniku
Páll Óskar og Monika halda jólatónleika í Akureyrarkirkju laugardaginn 28. nóvember og hefjast þeir kl 20:30
Þeir sem hafa farið á jólatónleika með Palla og Moniku, vita að þeir koma út betra fólk á eftir. Á efnisskránni eru ýmis jólalög sem Palli og Monika hafa spilað undanfarin áratug, auk þekktustu popplaga Palla í sérstökum útsetningum fyrir hörpu og strengjakvartett.
Sérstakir gestir þeirra verða Stúlknakór Akureyrarkirkju undir stjórn Sigrúnar Mögnu Þórsteinsdóttur í Akureyrarkirkju.