Jólastemmning í miðbænum
Þessa síðustu daga fyrir jól er fólk á þönum við að versla gjafir og annað slíkt sem tilheyrir undirbúningi jólanna. Miðbærinn á Akureyri er jafnan áfangastaður margra á aðventunni, hvort sem það er að klára síðustu jólagjafirnar eða einfaldlega að fá jólastemmninguna beint í æð. Þorgeir Baldursson ljósmyndari brá sér á stúfuna í miðbænum og fangaði stemmninguna.