Jólalög voru leikin á Rás 1 í gærkvöldi, 12. janúar, er þátturinn Blik var endurfluttur. Leikin voru lög af plötunni An Oscar Peterson Christmas, en á þeirri plötu leikur meistarinn Oscar Peterson ásamt hljómsveit fræg og þekkt jólalög. Umsjónarmaður þáttarins er Magnús R. Einarsson, starfandi dagskrárstjóri Rásar 1.
Blik er tónlistarþáttur þar sem áhersla verður lögð á nýja og akkústíska tónlist víðs vegar að úr heiminum. Plata vikunnar verður valin af sérfræðinganefnd fyrir þáttinn, segir í kynningu á þættinum á heimasíðu RÚV