Eiður Gunnlaugsson framkvæmdastjóri Kjarnafæðis og Auðjón Guðmundsson markaðsstjóri, heimsóttu Jóhannes og konu hans Hildi Gunnarsdóttir í vikunni og færðu þeim vinninginn, sem var frystikista full af úrvalsmat frá fyrirtækinu. Í kistunni var m.a. lambalæri, lambahryggur, hakk, kjötfars, hamborgarar og svo fiskur frá Norðanfiski. Þessu til viðbótar færði Eiður þeim Jóhannesi og Hildi svo girnilegt lambalæri í kvöldmatinn. Þau hjón voru að vonum ánægð með þessa heimsókn.