Janúarmótið í krullu hefst í kvöld

Fyrsta umferð Janúarmótsins í krullu verður leikin í kvöld í Skautahöll Akureyrar og verður dregið í riðla skömmu fyrir mót en leikar hefjast kl. 20:00. Átta lið taka þátt í mótinu og er þeim skipt í tvo riðla.

Leikdagar eru 4., 6., og 11. janúar í riðlakeppninni og verða úrslitaleikirnir háðir mánudagskvöldið 18. janúar næstkomandi. Allir leika við alla innan riðlanna. Sigurliði riðlanna leika svo til úrslita um sigur í mótinu en liðin í öðru sæti leika um bronsverðlaun.

Nýjast