"Ég heyrði nú bara leikinn í útvarpinu og komst ekki til að horfa á hann en þetta var alveg rosalega spennandi og ég get ekki neitað því að ég er stoltur af stráknum." Eiga Akureyringar ekki svolítið í íslenska landsliðinu með Sverre innanborðs? "Jújú þú færð mig ekki til að neita því, ég vona að mönnum finnist það," segir Jakob kátur. Aðspurður um hvernig honum litist á framhaldið hjá Sverre og hans mönnum, þá vonar hann að liðið haldi sínu striki áfram. Jakob ætlar ekki að missa af næsta leik íslenska landsliðsins sem er klukkan 05:50 á fimmtudagsmorgun gegn Suður- Kóreu. "Ég horfi alveg tvímælalaust," sagði Jakob að lokum.
Þess má geta að landsliðsmennirnir Arnór Atlason, Guðjón Valur Sigurðsson og Hreiðar Leví Guðmundsson hafa allir spilað með KA hér á Akureyri. Þá má ekki gleyma að því að Ingibjörg Ragnarsdóttir, nuddari íslenska liðsins, er Akureyringur í húð og hár.
Íslenska landsliðið hefur fullt hús stiga í B- riðli eftir sigra á Rússum og Þjóðverjum og eru í efsta sæti riðilsins.