Jafnt hjá Þór/KA og Val í kvöld

Þór/KA og Valur gerðu 2:2.jafntefli í Boganum í kvöld er liðin áttust við í annarri umferð Lengjubikarkeppni kvenna í knattspyrnu. Fyrri hálfleikur liðsins var sérstaklega fjörugur en öll fjögur mörkin í leiknum voru skoruð í fyrri hálfleik.

Rakel Hönnudóttir og Danka Podovac skoruðu mörk Þórs/KA í leiknum en hjá Val voru það Björk Gunnarsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir sem skoruðu.

Þór/KA og Valur hafa bæði fjögur stig eftir fyrstu tvær umferðirnar í A- deild.

Nýjast