Jafnt á Ásvöllum í kvöld

Haukar og Akureyri Handboltafélag gerðu í kvöld jafntefli, 24:24, er liðin mættust á Ásvöllum í 2. umferð N1- deild karla í handbolta. Haukar leiddu með einu marki í hálfleik, 13:12. Leikurinn var í járnum allan tímann og fór svo að liðin skiptu með sér stigunum í hörkuleik.

Oddur Grétarsson og Heimir Örn Árnason var markahæstir í liði Akureyrar með 7 mörk hvor. Hafþór Einarsson var með 11 skot varin í marki Akureyrar. Hjá Haukum skoraði Sigurbergur Sveinsson 7 mörk, þeir Pétur Pálsson og Björgvin Hólmgeirsson 5 mörk hvor og aðrir minna. Þá varði Birkir Ívar Guðmundsson 17 skot í marki Hauka.

Nánar verður fjallað um leikinn í Vikudegi á morgun.

Nýjast