Jaðarsvöllur kemur vel undan vetri

Golfarar eru farnir að undirbúa sig fyrir sumarið. Mynd/Þröstur Ernir
Golfarar eru farnir að undirbúa sig fyrir sumarið. Mynd/Þröstur Ernir

„Völlurinn lítur mjög vel út og mun betur en oft áður á þessum árstíma,“ segir Steindór Ragnarsson vallarstjóri á golfvellinum Jaðri á Akureyri. Hann segir að strax eftir áramótin hafi verið byrjað að vinna í því halda flötunum góðum með sérstökum rafmagnshitaköplum, sem lagðir voru ofan á klakann.

„Við vorum í því allan janúar og fram í febrúar og þá þarf mun minni hláku svo klakinn bráðni. Við prófuðum þetta aðeins í fyrra og fórum svo á fullt í þetta í vetur. Þannig að fletirnir voru auð í febrúar, mars og apríl og það munar um minna,“ segir Steindór. Stefnt er að því að opna völlinn um miðjan maí. 

-þev

Nýjast