27. mars, 2010 - 17:28
Fréttir
Jacob Jörgensen úr Akri sigraði í opnum flokki á Grand Prix móti Akurs í borðtennis sem haldið var í íþróttahúsi
Síðuskóla á Akureyri í dag. Hann lagði Davíð Jónsson úr KR að velli í úrslitaleik. Flestir af sterkustu spilurum
Íslands tóku þátt og gekk mótið mjög vel. Þetta er í fyrsta sinn sem Grand Prix mót er haldið utan
Reykjavíkur. Magnús Finnur Magnússon og Tryggvi Áki Pétusson úr Víkingi höfnuðu í .3-4. sæti í opnum flokki.