Já bíllinn er á ferðinni á Akureyri og nágrenni um þessar mundir að mynda verslunar- og þjónustuhverfi fyrir Já 360° kortavefinn. Jafnframt er verið að taka myndir í nýbyggðum hverfum og mynda þær götur sem urðu eftir árið 2013 til að viðhalda uppfærslu og þróun kortavefsins. Enn fremur er verið að mynda eftir ábendingum notenda en það er mikilvægt í þróun 360°kortavefsins.
360°kortavefurinn er samtengdur kortaþjónustu Já. Vefurinn hentar því einkar vel fyrir þá sem eru að ferðast um landið, segir Telma Eir Aðalsteinsdóttir, verkefnastjóri hjá Já.
Já bíllinn verður á ferðinni á Norðurlandi næstu daga og fer um Grenivík, Dalvík, Borðeyri og Hrísey. Já bíllinn er búinn 360° myndavél á þakinu og hefur tekið myndir frá árinu 2013 af götum, kennileitum og náttúruperlum um allt land.