Íþróttaráð styrkir Draupni

Ingibjörg Isaksen formaður íþróttaráðs og  Hans Rúnars Snorrasonar formaður Draupnis að viðstöddum ö…
Ingibjörg Isaksen formaður íþróttaráðs og Hans Rúnars Snorrasonar formaður Draupnis að viðstöddum öðrum fulltrúum íþróttaráðs.

Íþróttaráð samþykkti á fundi sínum 15. janúar sl. að veita Íþróttafélaginu Draupni styrk til búnaðarkaupa. Félagið flutti sig um set síðasta haust og er nú komið með góða aðstöðu til að æfa og iðka júdó í Sunnuhlíð. Samhliða flutningunum voru dýnur félagsins endurnýjaður og ákvað íþróttaráð að styrkja félagið í þeirri fjárfestingu. Fulltrúar íþróttaráðs fóru á æfingu hjá Draupni í Sunnuhlíð í síðustu viku og afhentu formanni félagsins 2.000.000 kr. í styrk. Þetta kemur fram á vef Akureyrarbæjar.

 

Nýjast