„Íslenska lagið mun fljúga í úrslit"

Alma Rut verður á sviðinu í Vín og er bjartsýn á gott gengi Íslands í keppninni.
Alma Rut verður á sviðinu í Vín og er bjartsýn á gott gengi Íslands í keppninni.

Akureyrska söngdívan Alma Rut hefur í nógu að snúast þessa dagana en meðfram öðrum tónlistarverkefnum er hún á fullu að undirbúa sig fyrir Eurovisionferð íslenska hópsins um miðjan maí. Þar mun hún syngja raddir ásamt þeim Friðriki Dór, Írisi Hólm, Heru Björk og Ásgeiri Orra með Maríu Ólafsdóttur í laginu Unbroken. Alma hefur starfað sem atvinnusöngkona í meira en áratug og hefur mest verið áberandi sem bakraddasöngkona í fjölmörgum verkefnum.

Vikudagur heyrði í Ölmu Rut og forvitnaðist um Eurovision-ævintýrið sem er í uppsiglingu en viðtalið má nálgast í prentúgáfu Vikudags.

-þev

 

Nýjast