Þá vöknuðu Belgar og unnu næstu tvær umferðir en íslenska liðið jafnaði 3-3 fyrir leikhlé. Eftir hléið virtist stuðið farið úr íslenska liðinu, of mörg skot fóru forgörðum og Belgarnir náðu að nýta sér mistök okkar manna. Eftir níu umfeðrir var staðan 4-8 en Íslendingar neituðu að játa sig sigraða, reyndu hvað þeir gátu að ná fjórum stigum í lokaumferðinni en eins og í leiknum gegn Króatíu í gær voru þeir "outstoned", þurftu fjögur stig til að jafna en ekki nógu margir steinar eftir til þess.
Næsti leikur er klukkan fjögur í dag en þá mæta Íslendingar Hvít-Rússum sem hafa tapað öllum leikjum sínum til þessa. Góðar vonir um að annar sigur liðsins líti loks dagsins ljós. Íslendingar eru núna í 8. sæti með einn sigur og þrjú töp, jafnir Slóvökum sem í morgun burstuðu Hvít-Rússana. Efstir í riðlinum eru Wales og Ungverjaland, bæði liðin með fjóra sigra og eitt tap.
Upplýsingar um mótið er að finna hér: www.ecc2009.co.uk.