Íslandsmótið í krullu fór af stað í Skautahöll Akureyrar í gærkvöld með fjórum leikjum. Úrslit leikjanna urðu eftirfarandi:
Mammútar- Fífurnar 5-2
Riddarar- Skytturnar 3-8
Víkingar- Üllevål 10-0
Svarta gengið- Garpar 7-3
Önnur umferð Íslandsmótsins fer fram í Skautahöllinni annað kvöld, miðvikudag, og þar eigast við:
Garpar - Üllevål
Svarta gengið - Mammútar
Fífurnar - Riddarar
Skytturnar - Víkingar