Íslandsmeistaramótið í Kumite sem er bardagahlutinn í karate var haldið í Fylki sl. helgi. Karatefélag Akureyrar eignaðist Íslandsmeistara í kumite 14-15 ára stúlkna er Sóley Eva Magnúsdóttir bar sigur úr býtum. Einnig varð Daníel Randversson í öðru sæti 14-15 ára drengja + 63 kg og María Bergland í þriðja sæti 12 ára og yngri.