Íslandsklukkunni hringt níu sinnum á fullveldisdaginn

Að venju var haldið upp á fullveldisdaginn 1. desember í Háskólanum á Akureyri. Dagurinn hefur jafnan verið tileinkaður stúdentum enda tóku þeir virkan þátt í dagskránni. Hátíðardagskrá var við Íslandsklukkuna þar sem Stefán B. Sigurðsson rektor flutti ávarp og fyrrum rektor HA, Þorsteinn Gunnarsson, hringdi Íslandsklukkunni níu sinnum.  

Einnig söng kór Glerárkirkju fyrir viðstadda og stúdentar stóðu heiðursvörð með logandi kindla. Að lokinni dagskrá við Íslandsklukkuna var öllum viðstöddum boðið inn í matsal HA í heitt kakó og smákökur. Fyrr í dag var haldið málþing í HA tileinkað fullveldinu og bar yfirskriftina Fullveldi ríkis: jafnrétti, stjórnlög og framtíð. Á bókasafninu opnaði myndlistamaðurinn Brynhildur Kristinsdóttir sýninguna; Minningar breytast í myndir og ljóð.

Nýjast