Einnig söng kór Glerárkirkju fyrir viðstadda og stúdentar stóðu heiðursvörð með logandi kindla. Að lokinni dagskrá við Íslandsklukkuna var öllum viðstöddum boðið inn í matsal HA í heitt kakó og smákökur. Fyrr í dag var haldið málþing í HA tileinkað fullveldinu og bar yfirskriftina Fullveldi ríkis: jafnrétti, stjórnlög og framtíð. Á bókasafninu opnaði myndlistamaðurinn Brynhildur Kristinsdóttir sýninguna; Minningar breytast í myndir og ljóð.