Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu steinlá gegn Svíum í dag er liðin mættust í Algarve Cup æfingamótinu í Portúgal. Lokatölur leiksins urðu 5:1 sigur Svía. Mark Íslands skoraði Hólmfríður Magnúsdóttir á 16. mínútu.Ísland hefur þar með tapað fyrst tveimur leikjum sínum á mótinu en liðið tapaði gegn Bandaríkjunum 0:2 í fyrsta leiknum.
Rakel Hönnudóttir frá Þór/KA spilaði allan leikinn en hún lék í stöðu hægri bakvarðar.