Ísland tapaði stórt gegn heimamönnum á HM

Ísland tapaði stórt gegn heimamönnum Eistum, 1:6, á HM í íshokkí í Eistlandi í dag. Mark Íslands í leiknum skoraði Robin Hedström. Önnur úrslit í B- riðli voru íslenska liðinu hagstæð og því er Ísland öruggt um þriðja sæti riðilsins.

Næsti leikur Íslands er á föstudaginn kemur gegn Ísrael.

Nýjast