Ísland tapaði fyrsta leiknum á HM

Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí tapaði sínum fyrsta leik á HM í 4. deild sem fram fer hér á landi og hófst í gær. Ísland mætti Nýja-Sjálandi og tapaði 1:3 en allir leikirnir fara fram í Skautahöllinni í Laugardal.

Birna Baldursdóttir kom Íslandi yfir en Nýja-Sjáland svaraði með þremur mörkum frá Casey Redman, Emmu Gray og Ashley Cunningham.

 

Í hinni viðureigninni í gær sigraði Suður-Kórea lið Suður-Afríku 6:0 en auk þessarar liða leika Rúmenar einnig á mótinu og mæta Suður-Afríku í eina leik dagsins.

Næsti leikur Íslands er gegn Rúmeníu á þriðjudaginn kl. 20:00.

Upplýsingar um markaskorara voru fengnir á mbl.is.

 

Nýjast