Ísland leikur um 9. sætið á Algarve Cup

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu leikur um 9. sætið á Algarve Cup æfingamótinu í knattspyrnu gegn heimamönnum í Portúgal. Íslenska liðið tapaði sínum þriðja leik á mótinu í dag gegn Norðmönnum, 2:3, í síðasta leik sínum í riðlakeppninni.

Rakel Hönnudóttir frá Þór/KA var í byrjunarliði Íslands í fremstu víglínu ásamt Margréti Láru Viðarsdóttur en var skipt útaf á 65. mínútu. Margrét Lára og Hólmfríður Magnúsdóttir skoruðu mörk Íslands gegn Noregi.

Nýjast