Íslenska karlalandsliðið í íshokkí fer vel af stað í 2. deild heimsmeistarakeppninnar sem haldin er í Eistlandi. Ísland lék gegn Nýja- Sjálandi í morgun og vann leikinn 3:1.
Jónas Breki Magnússon skoraði tvívegis fyrir íslenska liðið og Ingvar Jónsson frá SA skoraði eitt mark. Þar með hefur Ísland tekið forystu í B- riðli. Næsti leikur liðsins verður á morgun, sunnudag, en þá mætir liðið sterku liði Rúmena.