Íris Guðmundsdóttir náði ekki að ljúka keppni í risasvigi kvenna í kvöld á Vetrarólympíuleikunum í Vancouver í Kanada, en Íris féll í brautinni þegar hún var rétt um það bil hálfnuð.
Íris var 45 í röðinni af 53 keppendum og var sú 13 af keppendunum í kvöld sem ekki náði að ljúka keppni. Íris keppir næst í svigi á föstudaginn kemur þann 26. febrúar.