Íris Guðmundsdóttir, 20 ára skíðakona frá Akureyri, hlaut 250.000 krónur í styrk vegna æfinga og keppni þennan vetur frá Afrekskvennasjóði Íslandsbanka og ÍSÍ.
Á keppnistímabilinu hjá Írisi bar hæst þátttaka hennar á Ólympíuleikunum í Vancouver þar sem Íris var eina konan sem tók þátt fyrir Íslands hönd. Íris vann sér keppnisrétt í risasvigi, stórsvigi og svigi.
Undanfarin ár hefur Íris stundað nám og æfingar við skíðamenntaskóla í Geilo í Noregi.