Skíðakonan Íris Guðmundsdóttir frá Akureyri var valinn í Ólympíulið Íslands í alpagreinum fyrir Vetrarólympíuleikana í Vancouver í Kanada, en framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands staðfesti valið í dag. Val á liðinu er byggt á tillögum Skíðasambands Íslands (SKÍ) en auk þess hefur framkvæmdastjórnin samþykkti tillögu SKÍ um viðbótarkeppenda, sem barst eftir að Alþjóða Skíðasambandið (FIS) úthlutaði viðbótarsæti til Íslands.
Auk Írisar skipa liðið þau Árni Þorvaldsson Reykjavík, Björgvin Björgvinsson Dalvík og Stefán Jón Sigurgeirsson Húsavík.
Vetarólympíuleikarnir hefjast þann 12. febrúar næstkomandi.