Innbrot í Glerársundlaug

Brotist var inn í Sundlaug Glerárskóla sl. nótt. Rúða í hurð var brotin til að komast inn í húsnæðið og voru glerbrot á sundlaugarbakkanum og í lauginni þegar starfsfólk og gestir komu á staðinn snemma í morgun. Ekki voru unnar skemmdir á staðnum öðru leyti og hvorki peningum né öðrum verðmætum stolið. Af verksummerkjum má ráða að þeir sem þarna voru á ferð hafi verið að skemmta sér og fundið hjá sér mikla þörf fyrir að komast í heita pottinn og laugina. Heitu pottarnir eru á útisvæði og höfðu viðkomandi klifrað yfir háa girðingu og við annan pottinn lágu tómar bjórdósir. Eftirlitsmyndavélar eru á sundlaugarsvæðinu og því ætti að vera hægt að sjá hverjir þarna voru á ferð.

Nýjast