Ingólfur kominn í grunnbúðir Everest

Ingólfur Axelsson.
Ingólfur Axelsson.

Ingólfur Axelsson, sem stefnir á topp Everest, hæsta fjall heims, er kominn í grunnbúðir fjallsins. Hann kom þangað fyrir tveimur dögum og er nú í hæðaraðlögun, en grunnbúðirnar eru í 5000 m hæð. Ingólfur reynir nú í annað sinn að komast á topp Everest en hann þurfti frá að hverfa í fyrra vor vegna mannskæðs snjóflóðs, þar sem sextán manns létu lífið. Samkvæmt upplýsingum Vikudags er Ingólfur við góða heilsu og hefur ferðin gengið vel. Vilborg Arna Gissurardóttir, sem líkt og Ingólfur þurfti að snúa við í fyrra vegna snjóflóðsins, er einnig kominn í grunnbúðir. Ingólfur áætlar að halda leið sinn áfram þann 21. apríl og standa á toppi Everest þann 13. maí.  

-þev

Nýjast