Íhuga að ganga úr Sambandi íslenskra sveitarfélaga

Grenivík.
Grenivík.

Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps bókaði nokkuð harðorða gagnrýni á stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga á fundi sínum í vikunni.  Til umfjöllunar var tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga og samþykkt aukalandsþings sambandsins frá 6. september s.l.

Bókunin er svohljóðandi:

„Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps fordæmir vinnubrögð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga í þessu máli.  Sambandið á að vera málsvari sveitarfélaga skv. 2. grein samþykkta þess. Stjórn sambandsins hefur farið þvert gegn vilja og hagsmunum fjölmargra minni sveitarfélaga, hunsað þeirra sjónarmið og röksemdafærslu í aðdraganda tillögunnar og er að óbreyttu ekki lengur hægt að líta á hana sem málsvara allra sveitarfélaga.  Við þær aðstæður hlýtur sveitarstjórn að íhuga í fullri alvöru hvort rétt sé að ganga úr sambandinu og mun fara vel yfir það á næstu vikum."

 


Nýjast