Iðnaðarsafnið á Akureyri hlaut styrki úr Safnasjóði

Mennta- og menningarmálaráðherra úthlutaði á dögunum að fenginni umsögn safnaráðs úr Safnasjóði 2016, alls 108,4 millj. kr. Af þeirri upphæð renna 78,8 millj. kr. til einstakra verkefna en tæpar 30 millj. kr. í rekstrarstyrki til viðurkenndra safna um land allt.

Iðnaðarsafnið á Akureyri er eitt þeirra safna sem hlaut styrki. Safnið fékk úthlutað 800.000. kr. Fyrir verkefni sem nefnist „Skráð í Sarp,“ en að sögn Þorsteins E. Arnórssonar byggist verkefnið á Því að skrá upplýsingar um safngripi ásamt mynd í gagnagrunninn Sarp sem er aðgengilegur almenningi.

Einnig fékk Iðnaðarsafnið úthlutað 350.000. kr. Fyrir verkefnið „Skömm er skólýti“, „Það byggist á því að skanna allar myndir af skóm sem mikið er til af og eru frá Skóverksmiðjuni Iðunni,“ segir Þorsteinn.

Alls bárust að þessu sinni umsóknir um styrki fyrir 152 verkefni. Styrkjum var úthlutað til 93 verkefna samtals að fjárhæð 108,4 millj. kr. og að fjárhæð frá 140.000 kr. upp í 2,9 millj.kr. fyrir stök verkefni. /epe 

Nýjast