Iðnaðargúmmí í stað dekkjarkurls í nýtt gervigras

Boginn á Akureyri
Boginn á Akureyri

Skipt verður um gervigras í Boganum á Akureyri í sumar og verður notað iðnaðargúmmí í stað dekkjarkurls. Um er að ræða endurunnið gúmmí sem er m.a. unnið úr íþróttaskóm og heimilistækjum og er grátt að lit. Mikil umræða hefur verið um dekkjarkurl á grasvöllum en grunur leikur á að krabba­meinsvald­andi efni séu í kurl­inu, þó ekki hafi tekist að sýna fram á það með óhyggj­andi hætti.

Dekkjakurl er að víða á gervigrasvöllum á Akureyri, m.a.í Boganum og á sparkvöllum. Ingibjörg Isaksen, formaður íþróttaráðs á Akureyri, segir í samtali við Vikudag að bæjaryfirvöld bíði eftir frekari niðurstöðum um hvort dekkjarkurl verði fjarlægt. Lengri umfjöllun um þetta mál verður í prentúgáfu Vikudags á fimmtudaginn kemur.

 

Nýjast