Íbúðir í fjölbýli á Akureyri hafa hækkað verulega í verði á milli ára samkvæmt gagnagrunni Þjóðskrár Íslands. Á fyrsta ársfjórðungi þessar árs var meðalverðið á fermetra rúmar 217 þúsund krónur í fjölbýli samanborið við 197 þúsund krónur á sama tíma í fyrra. Hækkunin er rúmlega 10%, sem er töluvert umfram verðbólgu. Þegar tölur um einbýlishús og raðhús eru skoðaðar kemur í ljós að hækkunin er 4,5%. Meðalverðið í einbýli var um 203 þúsund á fermetra á síðasta ári en er nú nálægt 212 þúsund krónum.
-þev